Fyrirtækið

Teiknistofan Tröð ehf.
Laugavegi 26,  101 Reykjavík,  s: 512 4200,  f: 512 4210, info@tst.is

• Eigendur: Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ, MNAL og Sigríður Magnúsdóttir arkitekt FAÍ.
• Framkvæmdastjóri: Sigríður Magnúsdóttir arkitekt FAÍ.
• Upphafsár starfsemi: 1990

Fegurð- Varanleiki - Notagildi eru grunngildi Teiknistofunnar Traðar, sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar. Hvert verkefni er einstakt í sinni röð. Staðhættir og starfsemi gegna lykilhlutverki við úrlausn verkefnisins. Lögð er áhersla á byggingarlistræn og tæknileg sjónarmið, notagildi og hagkvæmni í framkvæmd og rekstri.

Teiknistofan Tröð veitir opinberum aðilum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu og ráðgjöf um byggingarlist og skipulag.

Stofan hefur hannað fjölbreyttar byggingar í háum gæðaflokki og tekið þátt í arkitektasamkeppnum með góðum árangri. Áhersla er lögð á almennt gæðaeftirlit og stöðugar umbætur á verkferlum og þjónustu skv. kröfum ISO 9001 staðalsins. Teiknistofan Tröð leggur metnað sinn í að gera vandaðar áætlanir um byggingarkostnað og viðhefur virka kostnaðargát á hönnunartíma. Hönnunargögn eru í háum gæðaflokki.

Hæft starfsfólk sem leggur sig fram um að auka þekkingu sína og getu til að fást við krefjandi verkefni er helsta auðlind fyrirtækisins. Starfsfólk stofunnar eru menntaðir arkitektar, sem búa yfir fjölþættri reynslu frá Teiknistofunni Tröð og erlendum arkitektastofum. 

Teiknistofan Tröð og eigendur eru félagar í Arkitektafélagi Íslands, Norske arkitekters landsforbund, Félag sjálfstætt starfandi arkitekta FSSA og aðilar að Nordic Built.

Verkefni eftir árum:
1980-19841985-19891990-19941995-19992000-20042005-20092010-2014