Gæðastefna

Teiknistofan Tröð starfar á sviði arkitektúrs og skipulagsgerðar.   

Stefna Teiknistofunnar Traðar er að uppfylla væntingar og þarfir viðskiptavina með því að þróa snjallar  hugmyndir og eftirtektaverðar lausnir sem koma viðskiptavini og öðrum ánægjulega á óvart.  

Verkefni unnin hjá Teiknistofunni Tröð endurspegla gildin: fegurð, varanleiki og notagildi.  

Það er stefna Teiknistofunnar Traðar að auka gæði þjónustu og verkum stofunnar með stöðugum umbótum sem taka mið af þörfum viðskiptavinar, starfsfólks, samstarfsaðila, umhverfis og samfélags. Stjórnendur og starfsfólk Teiknistofunnar Traðar leggja sig fram af metnaði og fagmennsku við að veita viðskiptavinum góða þjónustu.  Góð hönnun endurspeglast í ánægju viðskiptavina, starfsfólks, samstarfsaðila og samfélagsins. Teiknistofan Tröð leggur áherslu á að ávallt sé farið að kröfum sem eiga við þ.m.t. lög og reglugerðir.  

Teiknistofan Tröð sýnir samfélagslega ábyrgð með þátttöku í samfélagslegum verkefnum á starfssviði Teiknistofunnar. 

Teiknistofan Tröð starfrækir gæðastjórnunarkerfi skv. ISO 9001:2015 og vinnur að stöðugum umbótum á virkni þess.  
Meginreglur gæðastjórnunar eru:

  • Viðskiptavinurinn
  • Forysta
  • Virkni 
  • Ferilsnálgun
  • Umbætur
  • Ákvörðunartaka byggð á sönnunargögnum
  • Stjórnun tengsla

 

Gæðamarkmið 

Gæðastefnan myndar ramma um gæðamarkmið sem stjórn setur fyrirtækinu. Gæðamarkmið eru mælanleg og í samræmi við gæðastefnu fyrirtækisins. Gæðamarkmið eru, eftir því sem við á, sett fram í markmiðayfirliti fyrirtækisins eða í einstökum verkefnum. 

Miðlun gæðastefnu 

  • Gæðastefnan er birt á innra neti fyrirtækisins  
  • Gæðastefnunni er viðhaldið með reglulegri rýni stjórnenda  
  • Gæðastefnan er tiltæk viðskiptavinum og hagsmunaðilum á heimasíðu fyrirtækisins. ​