Umhverfisstefna

Fegurð - Varanleiki - Notagildi eru grunngildi Teiknistofunnar Traðar, sem starfar í anda sjálfbærrar þróunar. Hvert verkefni er einstakt í sinni röð. Staðhættir og starfsemi gegna lykilhlutverki við úrlausn verkefnisins. Lögð er áhersla á byggingarlistræn og tæknileg sjónarmið, vellíðan, notagildi og hagkvæmni í framkvæmd og rekstri.

Stefna Teiknistofunnar Traðar er að bæta kunnáttu starfsmanna um sjálfbærni svo þeir geti nýtt sér þá kunnáttu til að vinna að sem bestum umhverfisvænum lausnum fyrir hvert einstakt verkefni.

 

Vistbyggðarráð

Teiknistofan Tröð er aðili að Vistbyggðarráði. Vistbyggðarráð er samstarfsvettvangur um vistvæna þróun manngerðs umhverfis á Íslandi.

Markmið Vistbyggðarráðs er að hvetja til stöðugra umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í mannvirkjagerð og skipulagi og stuðla þannig að því að þjóðin geti til framtíðar búið við heilbrigð og góð lífsskilyrði í vistvænni byggð.

Nánari upplýsingar:
http://vbr.is

 

Nordic built

Teiknistofan Tröð hefur skrifað undir sáttmála Nordic Built. Nordic Built er nýr sjálfbærnisáttmáli í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Markmiðið er að virkja lykilaðila á íslenskum byggingarmarkaði til þess að taka höndum saman um að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Nordic Built er stofnað að frumkvæði norrænu ráðherranefndarinnar í tengslum við mótun nýrrar stefnu um samvinnu í iðnaðar- og nýsköpunarmálum með áherslu á grænan hagvöxt. 

Sáttmálinn á ensku (PDF 91kb)

Nánari upplýsingar:
http://www.nordicinnovation.org/nb/

 

NAL-Ecobox

Teiknistofan Tröð hefur setið námskeiðið Ecobox startpakke. NAL - Ecobox er hluti af norska arkitektafélaginu, Norske arkitekters landsforbund. Hlutverk þess er að stuðla að aukinni umhverfisþekkingu og þverfaglegu samstarfi meðal arkitekta, skipulagsfræðinga og annarra aðila í byggingageiranum. Á námskeiðinu Ecobox Startpakke fyrir arkitektastofur er farið yfir helstu viðfangsefni vistvænnar og sjálfbærrar hönnunar með áherslu á orku- og efnisnotkun. Farið er yfir orkuráðstafanir í áætlunargerð, nýjar orkureglugerðir, aðferðir við þverfaglegt samstarf og viðeigandi stafræn verkfæri.

Nánari upplýsingar: 
http://www.arkitektur.no/kursopplegg