Betri borgarbragur

Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um hverfisgreiningar
Myndir úr skýrslu um Miklubrautina
Myndir úr skýrslu um Miklubrautina
Myndir úr skýrslu um Miklubrautina
Myndir úr skýrslu um Miklubrautina
Myndir úr skýrslu um Miklubrautina
Myndir úr skýrslu um Miklubrautina

Betri borgarbragur, rannsóknarverkefni
2009-2013

Menn hafa byggt sér skýli í einhverri mynd í einhverja tugi árþúsunda, og á norðlægum slóðum hefur húsaskjól verið ein af grunnþörfum manna. Allan þennan tíma hafa byggingarmenn þurft að finna lausn á því hvernig heppilegast og hagkvæmast væri að ná góðum árangri með þeim efnum sem buðust hverju sinni. Með vaxandi þéttbýlismyndun hefur flækjustig aukist og nú þarf ekki einungis að hugsa fyrir húsaskjóli einu saman heldur hefur nábýli og feikihröð þörf fyrir aukin samskipti og flutninga sett nýjar kröfur á hið byggða umhverfi. Kröfur til umhverfisins hafa stöðugt aukist og nú er í vaxandi mæli gerð krafa um að stefnt skuli í átt að sjálfbærari þróun í byggingariðnaði sem öðrum starfssviðum í þjóðfélaginu. Verðmæti sem liggja í hinu byggða umhverfi eru feikimikil, byggt er til langs tíma og því nauðsynlegt að fjárfestingin nýtist ókomnum kynslóðum með lágmarksálagi á umhverfi.

Vorið 2009 tóku fulltrúar sjö aðila höndum saman um að skilgreina rannsóknaverkefni sem fjalla skyldi um hið byggða umhverfi, með áherslu á hvernig gera mætti þéttbýli umhverfisvænna og sjálfbærara heldur en verið hefur. Þar sem verkefnasviðið mjög umfangsmikið og snertir mjög ólík starfssvið og hagsmuni þá var ákveðið að verkefnisstjórn skyldi vera skipuð einum aðila frá hverjum þátttakanda, en með öflugu tengslaneti yrðu aðrir áhugaaðilar tengdir verkefninu. Verkefnið hlaut þriggja ára Öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs Rannís árin 2009-2012 og árin 2009-2010 styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Verkefnisstjórn skipuðu eftirtaldir aðilar;

 • Björn Marteinsson, arkitekt og verkfræðingur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og dósent við Háskóla Íslands- Umhverfis- og byggingarverkfræðideild, verkefnisstjóri
 • Hans-Olav Andersen, arkitekt, Teiknistofan Tröð 
 • Harpa Stefánsdóttir, arkitekt, Akitektúra 
 • Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt, Hús og skipulag 
 • Helgi B. Thóroddsen, arkitekt, Kanon arkitektar 
 • Páll Gunnlaugsson, arkitekt, ASK arkitektar 
 • Sigbjörn Kjartansson, arkitekt, Gláma-Kím arkitektar

Að verkefninu hefur, auk verkefnisstjórnar, komið fjöldi aðila og skulu þeir helstu nafngreindir:

 • Anna Sóley Þorsteinsdóttir, arkitekt, Kanon arkitektar
 • Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur, Landráð
 • Gunnar Örn Sigurðsson, arkitekt, ASK arkitektar
 • Ólafur Tr. Mathíesen, arkitekt, Gláma-Kím arkitektar
 • Ragnhildur Kristjánsdóttir, arkitekt, Teiknistofan Tröð
 • Sverrir Ásgeirsson,hönnuður , Hús og skipulag
 • Þorsteinn Helgason, arkitekt, ASK arkitektar
 • Þorsteinn Hermannsson,verkfræðingur, Mannvit
 • Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, Umhverfis- og auðlindasvið
 • Sigurður Jóhannesson, Háskóli Íslands, Félagsvísindasvið-Hagfræðistofnun
 • Helgi Þór Ingason, dósent við Háskólann í Reykjavík

Teiknistofan Tröð hefur komið að gerð eftirfarandi skýrslna:

Nánari upplýsingar á heimasíðu Betri borgarbrags:
http://bbb.is/