Borg Grímsnesi

Afstöðumynd
Þakmynd
Grunnmynd 1. hæðar
Útlit/sneiðing austurhlið
Útlit vesturhlið

Borg Grímsnesi, grunnskóli, stjórnsýsluhús, íþróttahús og sundlaug
2004-2006

Grunnskóli Grímsness- og Grafningshrepps að Borg í Grímsnesi er hannaður fyrir um 40 nemendur í 1.-7.bekk. Skólastarfið byggist á einstaklingsmiðuðu námi og lögð er rík áhersla á verkmenntagreinar. Það er markmið að húsnæðið nýtist utan skólatíma fyrir tómstundastarf fullorðinna og sem félagsmiðstöð unglinga auk þess sem hugmyndir um safn hafa mótað bygginguna. Það er hagkvæmur kostur að samnýta skólahúsnæðið með hreppsskrifstofum, sem eru á efri hæð.

2.hæð grunnskólans er samnýtt fyrir hreppsskrifstofur og aðstöðu kennara. Þar er sameiginleg kaffistofa og fundarherbergi, snyrtingar, fatahengi, ljósritun ofl. Skrifstofur skólastjóra og kennara eru inn af kaffistofu, en skrifstofur hreppsins eru inn af afgreiðslu. Geymslur innst á skrifstofugangi geta einnig nýst sem skrifstofur. Frá bílastæðum á aðkomutorgi blasir við inngangur annarar hæðar, en þessi inngangur er einnig heppilegur þegar húsnæðið er notað sem safn. Sér inngangur fyrir skólann er á suðurgafli hússins, í góðum tengslum við leik- og íþróttasvæðin. Sameignleg búningsaðstaða er fyrir íþróttahús og sundlaug. Gert er ráð fyrir að hvor búningsklefi rúmi allt að 80 gesti samtímis. Sundlaug og íþróttahús er hannað þannig að áfangaskipting sé hentug og stækkunarmöguleikum er haldið opnum. Stærð íþróttahúss miðast við lítinn körfuboltavöll.

Verkkaupi: Eignarhaldsfélagið Fasteign
Staðsetning: Borg í Grímsnesi, Ísland
Heildarstærð: Skóli 772,7m2, Sundlaug og íþróttahús 884m2
Ljósmyndun: Hans-Olav Anderssen