Elliðaárvogur - Ártúnshöfði

Afstöðumynd
Afstöðumynd - norðurhluti
Afstöðumynd - suðurhluti
Samgöngur
Skýringarmyndir
Skýringarmyndir
Yfirlitsmynd
Yfirlitsmynd
Yfirlitsmynd

Elliðaárvogur - Ártúnshöfði, samkeppnistillaga
2015

Úr greinargerð:

Margþættar áskoranir felast í uppbyggingu við Elliðaárvog og endurskipulagningu Ártúnshöfða. Landslag er fjölbreytt og í misjöfnu ásigkomulagi, landnotkun á svæðinu og í næsta nágrenni spannar helstu landnotkunarflokka aðalskipulags.

Endurskipulagning svæðisins markar þáttaskil í samgöngum í Reykjavík með blöndun byggðar, vistvænum samgöngum og borgarmiðað gatnakerfi í lykilhlutverki í skipulagi hverfisins. Uppbygging atvinnuhúsnæðis í tengslum við íbúðarbyggð mun draga úr ferðaþörf út fyrir hverfið. Verslun og þjónusta við íbúa og þá sem starfa í hverfinu verður í göngufjarlægð. Staðsetning hverfisins við þungamiðju höfuðborgarsvæðisins, á þróunar- og samgönguás Reykjavíkur er tækifæri til að hefja framkvæmdir við Borgarlínuna og stuðla að vistvænum ferðamátum á stóru og fjölmennu svæði.

Hverfið er samfelld heild blandaðrar randbyggðar. Þar eru íbúðir, skólar, leikskólar, verslun, þjónusta, ýmiskonar atvinnurekstur og skrifstofustarfsemi auk iðnaðar. Góðar tengingar eru milli staða og við aðra hluta borgarinnar. “Hverfisgötur” mynda græna þræði sem skipta byggðinni upp í einingar og tengja jafnframt mikilvæga staði hverfisins, skóla, leikskóla, torg, garða og aðra þjónustu. Byggðin er að jafnaði 2-5 hæðir. 

Merkt sem:
2015-2019 Forval