Finnøy Næringspark

Afstöðumynd
Núverandi lóð

Finnøy Næringspark í Noregi, tillaga að samgöngumiðstöð, verslunum og íbúðum 2009

Verkefnið er að aðlaga nokkuð stórt svæði fyrir bílastæði á lóðinni þannig að rými skapist til skynsamlegrar uppbyggingar með góðum göngutengslum milli almenningssamgöngumiðstöðvar og miðbæjar Judaberg. Lögð eru til ný lóðarmörk sem liggja að gangstétt við strætóstoppistöð. 

Gert er ráð fyrir tveimur nýjum byggingum að liggja á austur og suðurhluta lóðarinnar. Milli þeirra er sex metra breið göngugata frá strætóstoppistöð til norðurs að torginu, sem tryggir góða tengingu gangandi vegfarenda við miðbæinn.