Frakkastígsreitur

Götumynd - Hverfisgata
Eldra deiliskipulag/nýtt deiliskipulag
Kennisnið Laugavegur
Skuggavarp
Yfirlitsmyndir
Götumynd - Laugavegur
Götumynd - Frakkastígur

Frakkastígsreitur, breyting á deiliskipulagi
2012-2013

Skipulagsbreytingin nær til eystri hluta staðgreinisreits 1.172.1. Svæðið er 2.987m2 og afmarkast af Laugavegi til suðurs, Frakkastíg til austurs, Hverfisgötu til norðurs og til vesturs af Laugavegi 39, Hverfisgötu 56 og kvikmyndasölum á baklóð sem eru undir bílastæðum. Skipulagsbreytingin felst í tilfærslu á byggingarlínum á baklóð reitsins, bílastæðum fækkað og gönguleið inn á baklóð reitsins verði frá Frakkastíg. Hús á baklóð er fært til vesturs. Sameiginlegt garðrými er á baklóð, ofan á bílkjallara skv. skipulagsuppdrætti. 

Það er markmið við uppbyggingu reitsins að styrkja götumyndir svæðisins, auka gæði og stuðla að heildstæðu yfirbragði byggðarinnar. Fjölga litlum og meðalstórum íbúðum og bjóða uppá fjölbreytt húsnæði fyrir verslun og létta atvinnustarfsemi. Tryggja skal aðgengi fyrir alla og notast við vistvænar lausnir eins og kostur er. 

Á götuhæðum við Laugaveg, Frakkastíg og Hverfisgötu skal vera verslunar- eða þjónustustarfssemi sem er opin á daginn. Á efri hæðum skulu vera íbúðir, heimilt er að hafa skrifstofur eða léttan atvinnurekstur á efri hæðum við Laugarveg. Íbúðabyggðin umlykur skjólgóðan garð ofan á bílgeymslum á baklóð reitsins.

Áhersla er lögð á að viðhalda mælikvarða staðarins, hvort sem um er að ræða viðbót við eldri hús eða nýbyggingar og breytt áhersla er í varðveislu eldri húsa. Mikilvægt er að yfirbragð byggðar á verði með fjölbreyttu sniði og að hönnun og útfærsla nýbygginga sé fjölbreytt og í háum gæðaflokki. Í deiliskipulagi er nýbyggingum skipt upp í húshluta/byggingar í samræmi við skilgreinda reiti. Aðkoma að öllum íbúðum er frá sameiginlegum aflokuðum garði á baklóð auk aðkomu frá bílgeymslu.

Merkt sem:
2010-2014