Háskóli Íslands

Afstöðumynd
Þakmynd
Grunnmynd 2. hæð
Grunnmynd 1. hæð
1. hæð, yfirlitsmynd
2. hæð, yfirlitsmynd
Sneiðing,horft til norðurs
Útlit suðurhlið
Sneiðing, horft til suðurs
Útlit norðurhlið
Norðurhlið
Austurhlið

Nýbygging heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
2010

Nýbygging fyrir Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands (HVS) er hluti fyrsta áfanga uppbyggingar nýs Landsspítala-Háskólasjúkrahús (NLSH) við Hringbraut. Nýbygging HVS mun rísa á lóðinni austan við Læknagarð og tengjast norðurenda Læknagarðs.

Starfssemi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands (HVS) flyst öll í nýbygginguna og Læknagarði verður breytt í rannsóknarhús. Í nýbyggingu háskólans verða kennslustofur, skrifstofur, rannsóknarstofur og miðlægt torg.

Nýbygging HVS samanstendur af tveim álmum: Austur- og norðurálmu.  Á milli þeirra er opið fjögurra hæða hátt og  bjart miðrými sem opnast til suðurs. Þar fyrir miðju er aðalstigahús byggingarinnar. Miðrýmið veitir sjónræn tengsl milli hæða og út að Sóleyjartorgi.  Hjarta Heilbrigðisvísindasviðs er torgið, sem er á 1. og 2. hæð.  Frá torginu má ganga út í garðrými á 1. hæð eða út á þakverönd á 2. hæð.